Litla Gula Hænan : Velferðarkjúklingur framleiddur á Íslandi

Velferðarkjúklingur

Litla gula hænan stundar landbúnað þar sem velferð kjúklinganna er höfð að leiðarljósi í gegnum allt framleiðsluferlið.

Kjúklingarnir hafa gott rými til að athafna sig og þegar veður leyfir fá þeir að fara út að leika.

Allt fóður sem þeir fá er óerfðabreytt. Litla gula hænan notar engin aukaefni.

www.facebook.com/litlagula

Sérstaða Litlu gulu hænunnar felst aðallega í eftirfarandi:

  • Mikið rými er í búinu og hafa því kjúklingarnir mikið pláss til athafna sig.
  • Kjúklingarnir hafa aðgang að útisvæði þegar veður leyfir. Þar geta þeir viðrað sig og kroppað í jarðveginn sem er hluti af þeirra eðlislægu hegðun.
  • Kjúklingarnir fá byggblandað óerfðabreytt fóður ásamt því að fá heilt bygg og grænmeti sem við ræktum sjálfar.
  • Litla gula hænan notar engin aukefni í framleiðslu sinni. Kjúklingarnir eru ósprautaðir.
  • Í kjúklingabúinu eru stórir gluggar þar sem ferskt loft blæs inn og geta kjúklingarnir notið sólargeislanna.
  • Við leggjum mikið kapp í að halda hreinu í búinu þannig að kjúklingarnir hafi hreint og þurrt undirlag.
  • Við viljum stuðla að sem mestri sjálfbærni í gegnum allt framleiðsluferlið. Við geymum allan skít og munum nýta hann sem áburð næsta sumar fyrir byggræktun okkar.   

Litla gula hænan
Gunnarshólmi, 203 Kópavogur